Auglýst eftir húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag tillögu frá Jónínu Bartmarz, umhverfisráðherra, um að auglýst verði eftir nýju húsnæði fyrir Náttúrufræðistofnun. Gert er ráð fyrir að þar verði starfsemi stofnunarinnar hýst sem og vísinda- og gagnasöfn, sem hafa verið á hálfgerðum hrakhólum lengi og geymd á ýmsum stöðum.

Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra var falið að útfæra nánar þessa tillögu, sem snýr ekki að Náttúrugripasafninu og húsnæði þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert