Fluttur alvarlega slasaður á slysadeild LSH

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss eftir umferðarslys í Njarðvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Maðurinn var enn í aðgerð rétt fyrir miðnætti í gær og því lítið hægt að segja til um líðan hans, að öðru leyti en því að sérfræðingur á gjörgæsludeild lýsti ástandi hans sem mjög alvarlegu.

Slysið átti sér stað á mótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar í Njarðvík, skammt innan við Fitjar. Bifreið var ekið fyrir bifhjól mannsins og nauðhemlaði hann til þess að afstýra árekstri. Við það missti maðurinn stjórn á bifhjólinu og féll afar harkalega í götuna. Bifhjólið rann jafnframt langa vegalengd.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var maðurinn meðvitundarlaus þegar komið var að og þegar í stað fluttur á brott með sjúkrabíl. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki, en ekki varð árekstur.

Að sögn lögreglu er ekki vitað á þessari stundu hvort um hraðakstur var að ræða en málið verður rannsakað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert