Konur í meirihluta í stjórn Skáksambands Íslands í fyrsta sinn

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðalfundur Skáksambands Íslands fór fram í dag í Skákheimilinu Faxafeni. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambandsins, en konur eru nú í fyrsta skipti í meirihluta í stjórn sambandsins. Í frétta tilkynningu segir að mikil ánægja hafi verið með störf sambandsins undanfarin ár og samhljómur meðal fundarmanna um stærstu viðfangsefni nýrrar stjórnar.

Stefnan mun m.a. sett á glæsilega alþjóðlega skákhátíð og Reykjavíkurskákmót á starfsárinu, áframhaldandi uppbyggingarstarf víða um land, endurútgáfu Tímaritsins Skákar og eflingu á kennslu og þjálfun ungmenna, auk annarra fjölþættra verkefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert