Áframhald Baugsmáls

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þorkell

Aðalmeðferð í Baugsmálinu svonefnda heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða efnismeðferð í þeim liðum sem héraðsdómur vísaði frá með dómi sínum 3. maí sl.

Ákæruliðirnir sem héraðsdómur vísaði frá eru númer 2-10 og 19. Auk þess sem hlutur Jóns Geralds Sullenbergers í ákærulið 15 verður jafnframt tekinn fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá Jakobi R. Möller, verjanda Tryggva Jónssonar, hefst dómþingið á skýrslutöku yfir vitni sem tengist 19. ákærulið en þar er Tryggvi ákærður fyrir fjárdrátt. Að skýrslutöku lokinni tekur settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, við og rekur mál sitt fram undir hádegi. Eftir hádegið taka svo við verjendur sakborninga og að lokum andsvör.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert