„Þú ert ekki glæpamaður“

Scottie Scheffler er mættur á Valhalla-völlinn.
Scottie Scheffler er mættur á Valhalla-völlinn. AFP/Michael Reaves

Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, er mættur á Valhalla-völlinn að nýju eftir að hafa verið handtekinn fyrr í dag. 

Annar mótsdagur PGA-mótaraðarinnar fer fram í dag en í morgun varð hjólreiðamaður fyrir rútu skammt frá vellinum og lést samstundis. 

Scheffler var við svæðið á þeim tíma og virti ekki reglur lögreglumanns um að yf­ir­gefa vett­vanginn og keyrði áfram. 

Þegar Scheffler loks nam staðar kom lög­reglumaður aðvíf­andi og kippti hon­um út úr bíln­um. Var hon­um síðan ýtt upp að bif­reiðinni og hand­járn­um skellt á hann. 

Var Scheffler sleppt en hann á yfir höfði sér fjórar ákærur. 

Gerir sig til

Hann er mættur á völlinn að nýju og er að gera sig tilbúinn til að hefja leik klukkan 16.08 að íslenskum tíma. 

Einn áhorfandi öskraði þá inn á völlinn: „Þú ert ekki glæpamaður,“ til stuðnings kylfingsins. BBC greinir frá og jafnframt dregur í efa hversu hughreystandi þau ummæli séu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka