Samþykkt í borgarstjórn að gera launakönnun meðal borgarstarfsmanna

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Síðasta verk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur var að flytja tillögu um að láta fara fram könnun á launum karla og kvenna í starfi hjá Reykjavíkurborg. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Eins og greint var frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins hefur Steinunn Valdís ákveðið að láta af starfi borgarfulltrúa en hún var kjörin á þing í maí sl. fyrir Samfylkinguna.

Samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Valdísi á með könnuninni að leiða í ljós mögulegan kynbundinn launamun og breytingar á honum miðað við launakannanir á árunum 1995 og 2001, leggja mat á áhrif starfsmats á laun karla og kvenna og mögulegan kynbundinn launamun, greina orsakir eða uppruna þess kynbundna launamunar sem í ljós kann að koma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert