60 ár liðin frá strandi Dhoon

Ásgrímur S. Björnsson, eitt björgunarskipa slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Ásgrímur S. Björnsson, eitt björgunarskipa slysavarnarfélagsins Landsbjargar. mbl.is/Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Í dag heldur slysavarnarfélagið Landsbjörg minningarathöfn í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá strandi breska togarans Dhoon við Látrabjarg. Tólf manns var þá bjargað af sextán manna áhöfn og markar þessi atburður djúp spor í björgunarsögu landsins, segir í fréttatilkynningu félagsins.

Haldin var athöfn við minnisvarða við Geldingsskorardal í morgun og gengið að Setnagjá. Í hádeginu verður sigsýning við vitann og í eftirmiðdaginn býður Landsbjörg til kaffisamsætis á Hnjóti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert