Skötuselur skoðaði höfnina á Ísafirði

Skötuselurinn í Ísafjarðarhöfn.
Skötuselurinn í Ísafjarðarhöfn. bb.is/Kári Þór Jóhannsson

Skötuselur sást í Sundahöfn á Ísafirði í morgun. Það var Kári Þór Jóhannsson sem kom auga á fiskinn, þar sem hann synti í rólegheitum um, og smellti Kári af honum nokkrum myndum. Skötuselur er botnfiskur og finnst hann allt í kringum Ísland. Hingað til hefur hann verið mun algengari undan Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi en undan Norður- og Austurlandi þar sem hann er sjaldséður.

Hjá Hafrannsóknastofnun fengust þær upplýsingar að hlýnun Íslandsmiða í lok síðasta áratugar virðist hafa orðið til þess að meira ber á skötusel en áður, sérstaklega á svæðum þar sem hann var ekki algengur áður. Dreifing skötuselsins nær nú lengra norður fyrir land, að Húnaflóa og jafnvel norðar. Þá eru Faxaflói og Breiðafjörður veiðisvæði skötusels í dag, en voru ekki áður. Það er því ekki talið ólíklegt að eitthvað af skötusel muni áfram slæðast inn á Vestfirðina.

Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert