VG vill að Hafnarfjörður neyti forgangsréttar í HS

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði lýsir yfir fullum stuðningi við yfirlýsingar fulltrúa Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja í fjölmiðlum um að Hafnarfjörður neyti forkaupsréttar síns í fyrirtækinu. Segist stjórn VG í Hafnarfirði leggja áherslu á að varðveita meginmarkmið um almannahagsmuni og um að gæta að hag neytenda.

Í yfirlýsingu segist stjórn VG í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni, að hafa hrundið af stað þeirri atburðarás sem nú sé komin af stað í einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja. Jafnframt skori stjórn VG í Hafnarfirði á ríkisstjórnina að reyna að endurheimta sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggja með öðrum hætti að aðilar sem hyggjast tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stjóriðjufyrirtækja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert