Losaði seyru úr tankbíl í hraungjótu

Héraðsdómur Vesturlands hefur sakfellt ökumann tankbíls fyrir brot á náttúruverndarlögum með því að losa seyrufarm úr bílnum í hraungjótu á Snæfellsnesi ekki langt frá Arnarstapa. Dómurinn ákvað hins vegar að fresta refsingu mannsins vegna þess að brotið þótti afar smávægilegt og einnig þótti ljóst samkvæmt framburði vitna, að umrædd hraungjóta hefðu um árabil verið notuð í þessum tilgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert