Gæsluvarðhald framlengt

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, en hann var síðast dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness 12. júlí sl. – þá í 30 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Hann sætir gæsluvarðhaldi til 13. ágúst nk.

Maðurinn var hnepptur í gæsluvarðhald 30. janúar sl. en 2. júlí var hann látinn laus er Hæstiréttur sneri við ákvörðun héraðsdóms. Fjórum dögum síðar var hann færður í gæsluvarðhald á nýjan leik, en á tímabilinu varð hann uppvís að auðgunarbrotum, tilraunum til ráns og brotum á umferðarlögum. Búið er að gefa út ákæru á hendur honum vegna brotanna.

Maðurinn er í mikilli fíkniefnaneyslu og fjármagnar hana með lögbrotum. Þykir því auðséð að hann muni halda áfram að brjóta af sér verði hann látinn laus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert