Kerfið hefur afskrifað pabba

Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@bladid.net

„Velferðarkerfið bregst þeim sem mest þurfa á því að halda," segir Laufey Bára Einarsdóttir og Karen Linda Einarsdóttir systir hennar er sama sinnis. Þær hafa þungar áhyggjur af föður sínum sem er 62 ára, nýgreindur með krabbamein en hefur í engin hús að venda og fær ekki tilhlýðilega meðferð.

„Vegna þess að hann vill hvorki né getur farið í meðferð hefur samfélagið engin úrræði og hann gengur alls staðar á lokaðar dyr," segir Karen. „Hann greindist með beinfrumæxli í mars, en hefur þó verið með sjúkdóm síðan 2001, án þess að við höfum vitað af því, sem virðist hafa staðnað þangað til núna," segir Laufey.

Faðir þeirra er drykkjumaður sem búið hefur á götunni um árabil. Þær systur segja föður sinn hafa fullkomlega siglt í strand. Hann komi alls staðar að lokuðum dyrum.

Dæturnar segjast ráðþrota vegna ástands föður þeirra og sjúkdóms, sem fer versnandi og finnst ömurlegt til þess að hugsa að hann þurfi að eyða síðustu árum ævi sinnar, fárveikur á götum borgarinnar.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert