Ferðamaður fannst við veiðar eftir leit

Landhelgisgæsla kallaði út þrjá björgunarbáta um klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Leitað var að þýskum ferðamanni sem hafði farið út á Súganda á frístunda fiskveiðibát án þess að láta vita af sér. Maðurinn fannst fljótt og engan sakaði.

Maðurinnm, sem dvaldist á Ísafirði, sagðist hafa þótt veðrið falleg og ákveðið að fara út að veiða á frístunda veiðarbát sem leigður er út til sjóstangveiði. Hann lét ekki vita af sér eins og skylt er að gera og því var björgunarlið ræst út að sögn lögreglu á Ísafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert