Hústjaldborgin að rísa í Herjólfsdal

Hústjöldin eru vel búin húsgögnum og í sumum eru heilu …
Hústjöldin eru vel búin húsgögnum og í sumum eru heilu sóffasettin. mbl.is/Sigurgeir

Hústjaldborgin hvíta er nú að rísa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Til stóð að leyfa heimamönnum að byrja að tjalda í dalnum klukkan 13 í dag en margir voru mættir í gærkvöldi með bönd og hæla til að merka sér stæði. Þjóðhátíðin verður sett formlega á morgun en í kvöld verður svonefnt húkkaraball í Eyjum sem er einskonar forspil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert