Fjórir látnir í flóðum í Búlgaríu

Miklar rigningar hafa valdið flóðum í norðurhluta Búlgaríu, fjórir hafa drukknað og er fimm saknað. Verst er ástandið í bænum Tzal Kalyoan, sem er 260 kílómetrum norðaustur af Sofíu, en þar flæddi vatnsyfirborð yfir bakka stíflu fyrir ofan bæinn og olli flóði.

Þeir látnu og þeir sem saknað er eru allir frá Tzal Kaloyan og nágrenni, tugir heimila hafa auk þess orðið fyrir skemmdum og allir vegir eru ófærir. Mörg þorp á svæðinu eru án rafmagns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert