Verklagsreglur samgönguráðuneytisins brotnar

Kristján Möller, samgönguráðherra,
Kristján Möller, samgönguráðherra, mbl.is/ÞÖK

Yfirlýsing ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun Grímseyjarferju.

„Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru litnar mjög alvarlegum augum í samgönguráðuneytinu. Ljóst er að orðið hefur ákveðið brot á skýrum verklagsreglum ráðuneytisins sem kveða á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi m.a. verklýsingu, tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt ber verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun.

Við framkvæmd þessa máls var þessum verklagsreglum ekki fylgt. Tekið verður á því með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert