Ekki fallist á tillögur Leiðar ehf. um Svínavatnsleið

Skipulagsstofnun fellst ekki á tillögu Leiðar ehf. um matsáætlun svonefndrar Svínavatnsleiðar, vegar við Svínavatn í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Er það m.a. gert í ljósi umsagna sveitarstjórna þessara hreppa sem lögðust gegn tillögunni.

Bæjarstjórn Blönduóss sagði m.a. í umsögn, að hugmyndin um veginn væri hróplegu ósamræmi við skipulag svæðisins, afstöðu sveitarstjórnarmanna, landeigenda og ábúendur þeirra jarða sem myndu verða fyrir raski.

Tillaga Leiðar gerði ráð fyrir þremur mögulegum veglínum, sem allar myndu tengjast núverandi hringvegi við Brekkukot að sunnanverðu. Myndu leiðirnar stytta hringveginn um 12,6-14,6 kílómetra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert