Dularfullur skilaboðahöfundur á Patreksfirði

Óvæntur glaðningur beið Patreksfirðinga er þeir héldu til daglegra starfa í morgun en þá tóku flestir þeirra eftir litlum miðum undir rúðuþurrkunum á bifreiðum þeirra. Á þessa litlu miða var búið að prenta falleg orð um lífið og mynd af hjarta.

„Hvort þetta er upphafið af ástarviku á Patreksfirði skal ekki segja en ljóst er að þessi dularfulli skilaboðahöfundur hefur fengið okkur öll til að íhuga lífið og tilveruna í morgunsárið“, segir á heimasíðu Vesturbyggðar.

Á miðunum stóð m.a.: Lífið er fegurð, dáðu hana. Lífið er auðlegð, varðveittu hana. Lífið er tækifæri, gríptu það. Lífið er söngur, syngdu hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert