Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggst gegn áformum um einkavæðingu orkustofnana að svo stöddu. Segir flokkurinn, að grundvöllurinn í orkunýtingarstefnu ríkisins og þjóðarinnar sé að allar auðlindir verði nýttar í almannaþágu fyrir fólkið í landinu en ekki einvörðungu fyrir erlenda stórfjárfesta.