Leit með bátum og úr lofti hætt í Soginu

Stór kastari er notaður til að lýsa ofan í ána …
Stór kastari er notaður til að lýsa ofan í ána af Sogsbrú. mbl.is/Guðmundur Karl

Leit að manni sem féll í Sogið hefur enn engan árangur borið. Um 150 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar taka þátt í leitinni. Bátar björgunarsveitanna eru að týnast í land, þyrla Landhelgisgæslunnar er hætt leit í kvöld sem og flugvél sem notuð var. Björgunarsveitir munu áfram leita mannsins í nótt og verður notast við lýsingu frá árbökkum auk þess sem hópar verða í gönguleit og hundar notaðir. Bóndinn á Bíldsfelli og veiðimenn á vestari bakka árinnar sáu hvað gerðist. Þeir brugðust skjótt við og fóru með bát á ána og tókst að bjarga öðrum yngri manninum úr ánni. Var hann fluttur um borð í sjúkrabifreið sem kom fljótlega á vettvang og með henni á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var kaldur og hafði fengið vatn ofan í sig en er ekki talinn í lífshættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert