Starfsemi hefst brátt í hæstu byggingu landsins

Smáratorg 3 Kópavogi
Smáratorg 3 Kópavogi mbl.is/Kristinn
ftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur

ylfa@mbl.is

Bygging háhýsis við Smáratorg 3 í Kópavogi hefur farið framhjá fæstum sem leið eiga um bæinn enda um að ræða tuttugu hæða glerhýsi sem trónir hátt yfir nærliggjandi húsum.

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, tók fyrstu skóflustunguna í lok febrúar á síðasta ári og hófust framkvæmdir skömmu síðar. Þær eru nú langt á veg komnar og er áætlað að þeim ljúki í byrjun næsta árs. Þá verður byggingin um 78 metrar á hæð og þar með hæsta bygging landsins, en til samanburðar má nefna að hæð Hallgrímskirkju er 74 metrar.

Húsið er hugsað sem verslunar-, skrifstofu- og þjónustubygging sem styður við starfsemi á Smáratorgi 1 en þar er að finna m.a. Rúmfatalagerinn, Egg og Elko.

Að sögn Þorvalds Þorlákssonar, framkvæmdastjóra alþjóðlega fasteignafélagsins SMI ehf. á Íslandi, hefur gengið mjög vel að leigja út rými í húsnæðinu en hann áætlar að búið sé að ganga frá leigusamningum fyrir um 75% húsnæðisins.

Þá standi yfir samningaviðræður við áhugasama aðila um laust pláss í byggingunni en Þorvaldur segir þá sem að framkvæmdinni standa afar sátta við stöðu mála um þessar mundir.

Ýmiss konar þjónustu verður að finna í húsinu en fyrstu fyrirtækin munu hefja starfsemi í októbermánuði.

Þau eru leikfangafyrirtækið Toys R Us sem á miklum vinsældum að fagna vestanhafs, The Pier og útibú Kaupþings en öll eru þau á fyrstu hæðinni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu um byggingu hússins og hvaða fyrirtæki verða með starfsemi þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert