Sjálfstæðismenn ósáttir við sameiningu REI og Geysir Green Energy

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

Harkalegar deilur urðu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna um samruna REI og Geysir Green Energy og segja heimildarmenn í Sjálfstæðisflokknum að málið muni hafa „afleiðingar" án þess að útskýra það nánar. Er jafnvel rætt um að skipta um fulltrúa í stjórn OR þegar næst verður kosið í hana. Óánægja mun vera með að málið hafi ekki verið kynnt nægilega vel og því komið nánast flatt upp á suma fulltrúana. Þeir hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut.

Ljóst er að þorri fulltrúa lýsti andstöðu við samrunann og sumir mjög eindreginni við þessa ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar en þar á m.a. sæti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri.

Rykinu leyft að setjast

Eining mun hafa verið um að tjá sig ekki opinberlega um málið að sinni og leyfa „rykinu að setjast svolítið" eins og einn fulltrúinn orðar það. En nokkrir voru fúsir að tjá sig í skjóli nafnleysis. Sumir sögðu að fundirnir í gær og fyrradag hefðu verið „opinskáir" en aðrir voru hvassyrtari.

„Þetta er fyrst og fremst hugmyndafræðileg deila. Ég hef alltaf verið ósammála því ákvæði í lögunum um OR að fyrirtækið skuli stunda nýsköpunarþróun," segir einn fulltrúanna. Mjög hafi skort á að fulltrúar D-listans fengju upplýsingar um stefnumótun OR varðandi samrunann.

„Þetta gæti þess vegna verið nýtt risarækjueldi þar sem ég veit ekki hver framtíðarstefnan er og ekki heldur hvernig ætlunin er að losa borgina út úr þessu þegar þörf krefur," sagði einn fulltrúinn.

Ítarlega er fjallað um sameiningu REI og Geysis Green í Morgunblaðinu í dag.„

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert