Haukur Örn keypti 166 milljóna hús sem má stækka

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Haukur Örn Birgisson, lögmaður og fyrrverandi formaður Golfsambands Íslands, og Íris Hrönn Kristinsdóttir viðskiptafræðingur hafa fest kaup á 201 fm einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ.

Húsið var reist 1972 og er á einni hæð. Það stendur á góðum stað og fallegur og gróinn garður er í kringum húsið. 

Þegar húsið var auglýst til sölu var tekið fram að hægt væri að stækka húsið. 

„Húsið er efst í botnlanga. Nýtingarhlutfall lóðar er í dag 0,19 en má vera 0,35 og því er hægt að stækka húsið upp í 369 fm,“ sagði á fasteignavef mbl.is. 

Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar með dökkum borðplötum og er nýlegt parket á gólfum. 

Smartland óskar Hauki Erni og Írisi Hrönn til hamingju með nýja húsið!

Húsið er með tvöföldum bílskúr og steyptu bílaplani.
Húsið er með tvöföldum bílskúr og steyptu bílaplani.
Garðurinn í kringum húsið er með stórum sólpöllum, skjólveggjum og …
Garðurinn í kringum húsið er með stórum sólpöllum, skjólveggjum og garðhýsi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál