Mikil úrkoma í Árneshreppi

Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi.
Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi. mbl.is/GSH

Aldrei hefur mælst eins mikil úrkoma yfir nótt á veðurstöðinni í Litlu-Ávík eins og síðastliðna nótt síðan mælingar hófust 1995, eða 29,5 mm frá kl. 18 á föstudag og til kl. 9 í morgun.

Úrkoman féll fyrst sem rigning en síðan sem slydda og snjór.

Snjódýpt var 6 cm í morgun kl. 9 og jörð alþakin snjó á láglendi á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Fjöll voru alhvít.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert