Forsetinn opnaði nytjamarkað í Reykjanesbæ

Ólafur Ragnar aðstoðar viðskiptavin í Kompunni við að ná í …
Ólafur Ragnar aðstoðar viðskiptavin í Kompunni við að ná í vörur af hillu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í dag nytjamarkaðinn Kompuna í Reykjanesbæ. Suðurnesjadeild Rauða krossins rekur markaðinn í húsnæði sínu að Smiðjuvöllum 8, í samvinnu við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

Forsetinn leggur Rauða krossinum lið síðustu tvo daga í átaki til að kynna innanlandsverkefni félagsins. Eftir athöfnina í Keflavík í dag var hann með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Grindavík í versluninni Nettó og aðstoðaði þá við að afla nýrra liðsmanna Rauða krossins. Hann tekur síðan þátt í lokadegi kynningarátaksins sem er í dag en þá verða þrjár deildir RKÍ á höfuðborgarsvæðinu með opið hús í sjálfboðamiðstöðvum.

Hagnaður til mannúðarmála
Tekið er við notuðum en heillegum hlutum á nytjamarkaðnum og í Kölku í Helguvík. Hlutirnir verða síðan til sölu í Kompunni. Hagnaður rennur til mannúðarmála.

Á Smiðjuvöllum er einnig starfrækt fataflokkunarstöð. Þar úthluta sjálfboðaliðar Rauða krossins fötum til þeirra sem á þurfa að halda alla föstudaga, frá klukkan 13 til 16.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert