Dáðst að kjarki íbúa á Þjórsárbökkum

Ungir jafnaðarmenn heimsóttu nokkra ábúendur á Þjórsárbökkum í gær í þeim tilgangi að afhenda þeim aðdáendabréf fyrir að slíta viðræðum við Landsvirkjun vegna jarðakaupa í tengslum við virkjanaframkvæmdir. Í bréfinu segir að fólkið hafi setið undir hótunum um eignarnám og í skugga þeirra hótana reyni Landsvirkjun að kúga fólkið til samninga. "Við dáumst að ykkur fyrir að hafa ekki gefið eftir og sérstaklega að þeim sem hafa sýnt þann kjark að slíta viðræðum," segir í bréfinu.

Að sögn Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, fékk hópurinn góðar móttökur þar eystra.

"Það sem kom okkur óþægilega á óvart var að Landsvirkjun segir einstökum bændum að framkvæmdir muni hefjast í febrúar. Hvort það er gert til að þrýsta á bændur um að semja til að glata ekki verðgildi eigna sinna veit ég ekki. En þetta mál er allt saman mjög vafasamt," segir Anna Pála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert