Björgvin berst gegn sjálftöku

„Hver sem ástæðan eða orsökin er þá skiptir það engu máli. Þetta er bara réttlætismál sem við þurfum að breyta," segir Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra um sjálftöku fjármálastofnana, til dæmis með seðilgjöldum og vanskilagjöldum. Ráðherrann kynnti í gær nýja stefnumótun og átak í neytendamálum.

Bjögvin segir mikilvægt að það sé skýrt í hvað öll gjöld fara. „Þetta þarf að koma skýrt fram áður en þú gengur til viðskipta við þína fjármálastofnun og að það sé augljóst að gjaldið sé fyrir einhverjum kostnaði. Þetta sé ekki bara eitthvert gjald sem er fast og samræmt á milli stofnana og sé í rauninni bara tekjustofn. Það er óeðlilegt og flokkast undir sjálftöku og á ekki að eiga sér stað," segir hann. Meðal þeirra gjalda sem Björgvin er að tala um er hinn svokallaði FIT-kostnaður sem margir viðskiptavinir bankanna kannast við að hafa greitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert