BSRB vill að borgaryfirvöld ógildi samninga REI og GGE

Stjórn BSRB skorar á borgaryfirvöld í Reykjavík að ógilda þegar í stað samninga um sameiningu REI og GGE enda ekki rétt að þeim staðið. Auk þess krefst stjórn samtakanna þess að hætt verði við áform um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og kallar eftir breytingum á lögum sem komi í veg fyrir að einkaaðilar eignist náttúruauðlindir.

Í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í dag, er m.a. lýst andstöðu við einkavæðingu innan orkugeirans, hvort sem er með óbeinum hætti innan OR með gerð einkaleyfissamnings til 20 ára til handa Reykjavik Energy Invest/Geysir Green Energy eða með sölu til einkaaðila á hlut ríkis og sveitarfélaga í orkufyrirtækjum sem veita grunnþjónustu á sviði rafmagns, vatnsveitu og hitaveitu.

Þá krefst stjórn BSRB þess, að gerðar verðar þær breytingar á lögum sem komi í veg fyrir að einkaaðilar eignist náttúruauðlindir.

Einnig krefst stjórn BSRB þess að hætt verði við áform um hlutafélagavæðingu OR, sem bjóði þessari hættu heim.

BSRB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert