Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum

Burstafell jólaljósum prýtt.
Burstafell jólaljósum prýtt. mynd/eyjar.net

Þótt enn séu 48 dagar til jóla taka sumir jólaskreytingarnar upp snemma upp úr kassanum og hefjast handa við að koma jólaljósunum fyrir á húsum sínum. Fyrstu jólaskreytingarnar birtust í Vestmannaeyjum um helgina en Vilhjálmur Vilhjálmsson, betur þekktur í bænum sem Villi á Burstafelli, er búinn að hengja seríur utan á hús sitt við Vestmannabrautina og setja aðventuljós í gluggana.

Fram kemur á fréttavefnum Eyjar.net, að Villi á Burstafelli hafi undanfarin ár jafnan verið með fyrstu mönnum að tendra sínar seríur og setji þær oftast upp fyrstu helgina í nóvember.

Eyjar.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert