Bjarni og fleiri starfsmenn REI hugsa sér til hreyfings?

Starfsmenn Reykjavík Energy Invest eru farnir að ókyrrast vegna þeirrar stefnu sem málefni fyrirtækisins hafa tekið. Heimildir fréttastofu Útvarps herma að stjórnarfundur Orkuveitunnar á morgun ráði miklu um hvað gerist innan REI. Sagði Útvarpið, að ef ekki komi skýr skilaboð um hvert stefna skuli í útrásinni sé talið líklegt að Bjarni Ármannsson dragi sig út úr fyrirtækinu og það fé sem hann hefur lagt í fyrirtækið.

Þá sagði Útvarpið, að starfsmenn REI séu farnir að ókyrrast mjög vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Og það sama megi segja um Bjarna Ármannsson.

Bjarni bíði nú eftir því hvaða skilaboð stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur, sem haldinn verður á morgun, muni senda. Skýrist ekki þá hvernig útrásinni verði háttað muni hann líklega draga sitt fé út úr fyrirtækinu. Þetta getur Bjarni gert án þess að tapa nokkru ef upphaflegar forsendur fyrir samstarfinu breytast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert