Verð hússins fimmfaldaðist

Dæmi eru um að hús og íbúðir í miðbæ Reykjavíkur hafi fimmfaldast í verði á rúmum áratug. Hús við Bergþórugötu sem nú er til sölu fyrir 75 milljónir var t.d. selt fyrir 15 milljónir árið 1994 en metið á 37 milljónir fyrir 5 árum, samkvæmt upplýsingum 24 stunda. Á þessum 13 árum hefur húsið því hækkað um 60 milljónir, eða um 4,6 milljónir á ári. Annað dæmi er hús við Þingholtsstræti sem sett er á 92 milljónir í dag. Fyrir 5 árum var húsið metið á um 45 milljónir, en á 25 milljónir fyrir 10 árum.

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir undanfarinn áratug hafa verið einstakan hér á landi hvað hækkun húsnæðisverðs varðar. Ekki sé því hægt að ganga að því sem vísu að húsnæði keypt í dag muni margfaldast í verði á næstu 10 árum. Hann er þó ekki viss um að húsnæðisverð fari lækkandi á næstunni. „Við hjá greiningardeild Glitnis höfum sjáum ekki fyrir okkur að íbúðaverð lækki, heldur standi mögulega í stað á næsta ári."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert