Bjarni Ármannsson selur OR hlut sinn í REI

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður í REI mun selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í REI en sitja þó áfram sem stjórnarformaður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í viðtali við blaðið sagði Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður OR að það væri eðlilegt að Bjarni endurskoðaði aðkomu sína að fyrirtækinu eftir að samruni Geysis Green Energy og REI var ógildur.

Samkvæmt fréttastofu RÚV vill Bjarni ekki staðfesta þessa frétt en segir að málin munu skýrast á næsta stjórnarfundi REI sem til stóð að halda í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert