Víða snjór og hálka á vegum

Víða er vetrarlegt um að litast á vegum landsins.
Víða er vetrarlegt um að litast á vegum landsins.

Víða er snjór og hálka á vegum landsins. Þannig eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku, snjóþekja á Fróðarheiði og hálkublettir víða á Snæfellsnesi.

Þæfingsfærð er á Klettsháls og hálka eða hálkublettir víða á á Vestfjörðum. Vegagerðin hefur ekki fengið upplýsingar um ástandið á á Hrafseyrar-, Dynjandis- og Þorskafjarðarheiði.

Hálkublettir eða háka er víða á Norðvesturlandi. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi, en ekki hafa borist upplýsingar um Lágheiði. Á Norðausturlandi er víða snjóþekja og éljagangur. Stórhríð er á Mývatnsheiði og stórhríð og þæfingur á Hólasandi.

Á Austurlandi er víða skafrenningur og hálka eða hálkublettir. Ófært og óveður er á Vatnsskarði eystra. Ekki er vitað um færð á Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert