Ósáttur við áningu á Fáskrúðsfirði

Axel á siglingu fyrir austan land í fylgd varðskips í …
Axel á siglingu fyrir austan land í fylgd varðskips í gær. mbl.is/Kristinn Ben.

Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dreggs Shipping, segist ósáttur við þá ákvörðun að fara með Axel til Fáskrúðsfjarðar. Þetta hafi verið gert án samráðs við sig.

„Við hefðum viljað fá skipið beint inn á Akureyri þar sem er kví og allt fyrir hendi. Ég hefði viljað vera með í ráðum þegar þetta var ákveðið. En það var Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan sem ákváðu þetta. Miðað við aðstæður og stöðugt ástand skipsins töldum við ráðlegast að fara til Akureyrar. Við getum ekkert gert hér á Fáskrúðsfirði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert