Kárahnjúkavirkjun 5 til 6% yfir áætlun

Það var vetrarlegt við Fljótsdalsstöð í gær.
Það var vetrarlegt við Fljótsdalsstöð í gær. mbl.is/Steinunn

Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett í gær. Vegna illviðris á landinu hittust um 100 gestir Landsvirkjunar, sem ætluðu með flugi austur í Fljótsdalsstöð virkjunarinnar í gærmorgun, á Hótel Nordica þar sem gangsetningarathöfnin fór fram samhliða athöfninni í Fljótsdalsstöð með gagnvirkum fjarfundabúnaði, en þar voru rúmlega hundrað manns.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kostnaður við virkjunina væri nú talinn, miðað við upphaflegar áætlanir Landsvirkjunar, 5 til 6% yfir áætlun og þar innifalið allt það sem gæti þurft að greiða umfram samninga. Tölur um endanlegan kostnað eiga að liggja nokkuð ljóst fyrir í lok næsta árs og fullnaðaruppgjör 2009 þegar vinnu verður að fullu lokið við Hraunaveitu austan Snæfells.

Friðrik segir þetta innan þeirra skekkjumarka sem búast megi við í framkvæmd af þessari stærðargráðu og sem felur í sér svo mikla jarðfræðilega óvissu. „Álverð er nú talsvert hærra en þegar við gerðum samningana við Alcoa og það ætti að hjálpa okkur þegar við horfum fram í tímann á arðinn af þessari virkjun,“ sagði Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert