Gistinóttum á hótelum fjölgar

Gistinóttum hefur fjölgað á þessu ári miðað við fyrri ár.
Gistinóttum hefur fjölgað á þessu ári miðað við fyrri ár. mbl.is/Brynjar Gauti

Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um tæp 11% milli ára og fyrstu 10 mánuði ársins hefur gistinóttum fjölgað um 13% milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Íslenskum gestum hefur fjölgað um 18% og erlendum um 11%.

Gistinóttum fjölgaði í október á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. Hlutfallslega varð fjölgun mest á höfuðborgarsvæðinu þar nam hún rúmum 16%. Á Norðurlandi var aukning gistinátta um 3% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða var fjölgun gistinátta um 4%.

Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum á hótelum í október milli ára. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi, 41%. Á Suðurlandi var lítil breyting milli ára, eða um 1% samdráttur.

Fjölgun gistinátta á hótelum í október má bæði rekja til Íslendinga 24% og útlendinga 6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert