Þjórsársamningur án lagastoðar

Urriðafoss í Þjórsá
Urriðafoss í Þjórsá mbl.is/Sigurður

Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu, að samkomulag, sem íslenska ríkið gerði við Landsvirkjun um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár, hafi ekki verið bindandi fyrir ríkissjóð. Afla hefði þurft sérstakrar lagaheimildar til að ráðstafa þessum réttindum.

Vinstrihreyfingin-grænt framboð óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun fjallaði um samninginn og var skýrslu skilað til Alþingis nú síðdegis.

Um var að ræða 93% vatnsréttindi í Þjórsá, sem landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn afsöluðu til Landsvirkjunar. Ríkisendurskoðun segir, að rétt og eðlilegt hefði verið að gera þetta samkomulag með fyrirvara um samþykki Alþingis. Á meðan sérstök lagaheimild liggi ekki fyrir sé samkomulagið að mati Ríkisendurskoðunar ekki bindandi fyrir ríkissjóð.

Í tilkynningu frá VG segir, að niðurstaða Ríkisendurskoðunar hljóti að teljast áfellisdómur yfir vinnubrögðum stjórnvalda. Flokkurinn muni fara fram á að þegar í stað verði fallið frá fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum enda séu ekki fyrir þeim lagaheimildir. Þá hefur þingflokkur VG þegar óskað eftir að fram fari umræða um þetta efni á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert