Bátur strandaði við Grindavík

Súlan EA-300.
Súlan EA-300. mynd/Reynir Sveinsson

Súlan EA-300, 650 tonna skip, hefur strandað í innsiglingunni í Grindavík. Þrettán manns eru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu-Landsbjörgu. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur verið kölluð út. Skipið situr stöðugt og veðrið er gott. Búið er að koma taug í skipið.

Sjólag er ágætt sem setndur  og ekki er talin mikil hætta á ferðum, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.  

Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason og hafsögubátur eru á vettvangi. Bráðlega fer að fjara út og er óttast að skipið muni þá skorðast mun meira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert