Verið að kanna skemmdir á Súlunni

Súlan komin til hafnar í fylgd björgunarskipsins.
Súlan komin til hafnar í fylgd björgunarskipsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Kafari er að kanna skemmdir á Súlunni, sem strandaði í innsiglingunni í Grindavík í morgun. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason skemmdist einnig þegar verið var að reyna að draga skipið á flot. Þá munu tveir skipverjar á Súlunni hafa fengið höfuðhögg en ekki var talið að meiðsl þeirra væru alvarleg.

Að sögn Boga Adolfssonar, formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, gengu björgunaraðgerðir nokkuð vel en björgunarskip voru fljót á vettvang eftir að útkallið barst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert