Maður handtekinn vegna bruna

Slökkviliðið við Fiskiðjuhúsið í nótt.
Slökkviliðið við Fiskiðjuhúsið í nótt.

Karlmaður var undir kvöld handtekinn í Vestmannaeyjum en lögregla telur að maðurinn hafi verið í húsinu skömmu áður en elds varð vart í Fiskiðjuhúsinu í nótt. Hefjast skýrslutökur af manninum í kvöld.

Lögreglan í Vestmannaeyjum segir, að sterkur grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða og hefur tæplega tugur ungra manna verið yfirheyrður vegna málsins. Hafa sumir þeirra verið í haldi frá því snemma í morgun. Skýrslum af þeim er að mestu lokið og verður þeim sleppt að því loknu.

Lögreglan segir að rannsókn hafi beinst að því að upplýsa mannaferðir í húsinu skömmu fyrir brunann og sé ljóst að nokkrir ungir menn voru í húsinu fyrr um nóttina.  Húsið hefur verið lokað að undanförnu, en nokkrir  hafa haft lyklavöld að því, m.a. til hljómsveitaræfinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert