Verðskrá Símans hækkar

Verðskrá Símans hækkaði um áramótin í nokkrum þjónustuflokkum. Þannig hækkar mínútuverð farsímaþjónustu, þegar hringt er í heimasíma, um 1 krónu í öllum áskriftarflokkum fyrir utan GSM samband 2, 3 og 4. Upphafsgjaldið hækkar um 0,25 kr í öllum áskriftaflokkum.

Þá hækkar mánaðarverð fyrir grunnþjónustu í GSM um 40 krónur. Mánaðarverð fyrir sérþjónustu hækkar um 9 krónur. Verð á SMS til útlanda í Frelsi hækkar um 5 krónur.

Mánaðarverð heimasíma hækkar um 50 krónur og sérþjónustu um 9 krónur. Gagnaflutningsþjónusta Grunnáskriftarverð fyrir ADSL hækkar um 10%.  Mánaðarverð fyrir ATM þjónustu á fyrirtækjamarkaði hækkar um 15%. NMT þjónusta Mánaðarverð NMT þjónustu hækkar um 10% og mánaðarverð sérþjónustu hækkar um 9 kr.

Heimasíða Símans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert