Aukin notkun sýklalyfja

Sýklalyfjanotkun á Íslandi jókst um 18% að meðaltali á hvert mannsbarn á aðeins þriggja ára tímabili, eða frá 2003 til 2006 sem síðustu sölutölur ná yfir. Á sama tíma hefur verulega dregið úr sýklalyfjanotkun í flestum öðrum löndum.

Bent er á að nú þegar sé svo komið að stundum þurfi sjúklingar að leggjast inn á spítala hér á landi til sýklalyfjagjafar í æð þar sem venjuleg sýklalyf dugi ekki lengur á allar sýkingar vegna sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda.  

Í íslenskri rannsókn, sem stóð yfir í 10 ár og náði til ólíkra landsvæða, kemur fram allt að þrefaldur munur er á notkun sýklalyfja sem úrlausn við eyrnabólgum. Þá eru vísbendingar um að sýklalyfjameðferð við vægum eyrnabólgum geti jafnvel aukið hættu á endurteknum sýkingum og þörf á svokölluðum hljóðhimnurörum síðar.

Vilhjálmur Ari Arason, heilsugæslulæknir sem vann að rannsókninni, segir íhaldssemi lækna á ávísun sýklalyfja,  mögulega verkjalyfjameðferð með eftirfylgni til að endurmeta þörf á sýklalyfjagjöf síðar, ef ástand versnar, svo og fræðsla og skilningur foreldra á skynsamlegri notkun sýklalyfja skipti höfuðmáli ef árangur á að nást í að draga úr óþarfa notkun sýklalyfja, og frekari þróun sýklalyfjaónæmis hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert