Fóru yfir stöðu mála

Frá fundi með bæjarstjórn á Akranesi í gærkvöldi
Frá fundi með bæjarstjórn á Akranesi í gærkvöldi Árvakur/Sigurður Elvar

„Þetta er náttúrlega alvarlegt ástand og heilmikið áfall þessar uppsagnir og við gerum okkur grein fyrir því,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra eftir fund með bæjarstjórn Akraness í gærkvöldi. Hann sagðist ekki fyrirfram hafa búist við niðurstöðu af fundinum, sem hefði fremur verið til að fara yfir stöðu mála.

Einar sagði að farið hefði verið yfir upplýsingar frá bæjaryfirvöldum á Akranesi, fulltrúum HB Granda og Verkalýðsfélagi Akraness. „Það er eðlilegt að menn horfi á þetta alvarlegum augum, ekki síst þar sem um er að ræða uppsagnir hjá mjög gamalgrónu fyrirtæki sem gegnt hefur stóru hlutverki í uppbyggingu Akraness.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert