Ekki hægt að útiloka lögbundinn kynjakvóta

Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag.
Björgvin G. Sigurðsson í góðum félagsskap á ráðstefnunni í dag. mbl.is/Golli

„Ef kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja helst óbreytt þarf alvarlega að íhuga norsku leiðina," segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. „Æskilegast er að fyrirtækin sýni frumkvæði og jafni hlutföllin sjálf, en ég er sannfærður um að afskipti löggjafans eigi alls ekki að útiloka ef annað virkar ekki."

Norska leiðin vísar í lög um að stjórnir hlutafélaga í Noregi skulu hafa minnst 40% að hvoru kyni innanborðs. Nú eru 42% stjórnarmeðlima í norskum hlutafélögum konur, sem er langhæsta hlutfall í heiminum.

Þetta kom fram í máli ráðherra á fundi sem Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) og LeiðtogaAuður boðuðu til í dag. Um 80 manns sátu fundinn en fyrir utan ráðherrann var aðeins einn karlmaður viðstaddur.

Björgvin sagði, að áður en gripið yrði til slíkra leiða myndi ráðuneytið beita sér fyrir virkri umræðu til að skapa þrýsting á fyrirtæki til að jafna stöðu kynjanna í stjórnum. Fyrirtæki gætu ekki sniðgengið þessa sjálfsögðu kröfu, þau yrðu að bregðast hratt við því það eina sem væri viðunandi væri gagnger breyting á næstu tveimur árum.

Ríkið gangi á undan með góðu fordæmi
Tanya Zharov, fundarstjóri kynnti ýmsar niðurstöður um stöðu kvenna í fyrirtækjum. Nú eru aðeins 8% stjórnarsæta 100 stærstu fyrirtækja landsins skipuð konum og aðeins þrír af hundrað stjórnarformönnum eru konur.

Auk þess er hallar talsvert á konur í stjórnum lífeyrissjóða, t.d. eru aðeins 11% stjórnarmeðlima í Almenna lífeyrissjóðinum konur og aðeins 20% í Íslenska lífeyrissjóðnum. Mikilvægi lífeyrissjóðanna felst m.a. í gífurlegum eignum sem þeir ráða yfir.

Athygli var vakin á niðurstöðum CreditInfo sem sýnir að fyrirtæki með konur innan stjórnar lenda mun síður í vanskilum en fyrirtæki án kvenna í stjórn. Auk þess sé margviðurkennt óhagræði fólgið í því að útiloka konur, helming mannauðsins, frá viðskiptalífinu.

Þá hallar enn talsvert á konur í ráðuneytum og nefndum ríkisins.

Í umræðum að loknu erindi ráðherra var kallað eftir aðgerðaáætlun frá ráðherra og því að ríkið gengi fyrir með góðu fordæmi við skipanir í nefndir og störf. Þá gætu konur haft mikil áhrif með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja með jafnara hlutfall.

Ekki voru fundargestir á eitt sáttir um kynjakvóta. Svava Johansen, forstjóri NTC, kvaðst vera mótfallin þvingunum af því tagi. Ingvi Hrafn Jónsson, eini karlkyns fundargesturinn, sagðist vera gömul karlremba og sagði að lagasetning væri eina leiðin til að breyta stöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
72 fm íbúð til leigu
Gullfalleg íbúð á Ásvallagötu 82, 101 Reykjavík. Íbúðin er 64 fm ásamt 10 fm gey...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...