Viljayfirlýsing um Kolaportið samþykkt

Úr Kolaportinu.
Úr Kolaportinu. Gísli Sigurðsson

Viljayfirlýsing um framtíð Kolaportsins var lögð fram og samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í dag. Samkvæmt henni er fallið frá því að skerða rými Kolaportsins verulega, loka austurinngangi þess og setja milligólf í Tollhúsið sem myndi minnka lofthæð húsnæðisins.

Dagur B. Eggertsson skrifaði undir viljayfirlýsinguna á síðustu starfsdögum sínum sem borgarstjóri og segir hann að það hafi verið sérlega ánægjulegt, að borgarráð sameinaðist í afstöðu sinni til málsins og ánægju með málalokin en Kolaportið hafi verið í uppnámi vegna áætlana um að breyta Tollhúsinu í bílastæðahús. 

Í sameiginlegri bókun borgarráðs segir, að starfsemi Kolaportsins sé mikilvægt fyrir miðborgina og ómissandi fyrir mannlíf Reykjavíkur. Því er fagnað að framtíðarstaðsetning Kolaportsins sé tryggð næstu tíu árin og er öllum, sem komu að þessari farsælu lausn þakkað fyrir þeirra framlag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert