Telja kvótakerfið getulaust

mynd/Halldór

Forysta Starfsgreinasambands Íslands átti fund með þremur ráðherrum, forsætisráðherra utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra í dag um málefni fiskvinnslufólks. „Ræddar voru fjöldauppsagnir og getuleysi kvótakerfisins til að tryggja öflugt atvinnulíf í sjávarútvegi og fiskvinnslu," samkvæmt upplýsingum frá Starfsgreinasambandinu.

Tilgangur fundarins var að kynna og ræða væntingar Starfsgreinasambandsins um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og að benda á leiðir til að snúa við þeirri öfugþróun er sem við blasir og á sér rætur og skýringar í fiskveiðistjórnunarkerfinu, að því er segir á vef Starfsgreinasambandsins.

„Ráðherrarnir þökkuðu sambandinu frumkvæðið að fundinum og töldu mikilvægt að fara yfir sjónarmið Starfsgreinasambandsins og að jákvæð umræða eigi sér stað milli aðila, nú og á næstu misserum," segir á vef Starfsgreinasambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert