Skíðafæri gott

Í Bláfjöllum er færi gott en fremur kalt.
Í Bláfjöllum er færi gott en fremur kalt. mbl.is/Golli

Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan 5 í dag og er nú hæglætisveður logn og -7°C. Búið er að opna Hjallabraut og eru nú allar lyftur opnar
í fyrsta sinn í vetur. Færið er að sögn troðin púðursnjór. Í Bláfjöllum er opið til klukkan 6, þar er logn en kalt, um -14 gráður.

Að sögn starfsmanna í Bláfjöllum er ekki margt um manninn en veður fallegt og færi mjög gott.

Á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal er opið til klukkan í dag. Þrjár lyftur eru opnar og færið gott, þurr, troðinn snjór. Hiti er á bilinu -6 til -15. Að sögn forstöðumanns eru um 300 til 400 manns á svæðinu enda stendur þar yfir krakkamót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert