Lyfin dýrust í Danmörku og Íslandi

Árvakur/Sverrir Vilhelmsson

Smásöluverð á lyfjum reyndist vera hæst í Danmörku í 15 tilvikum en í 14 tilvikum á Íslandi í febrúar. Um er að ræða þær 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006. Lyfjaverð reyndist aldrei hæst í Noregi en lægst þar í 20 tilvikum. Á Íslandi reyndist verð á tveimur lyfjum lægst á Íslandi. Í Svíþjóð voru fjórar tegundir dýrastar en níu ódýrastar. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem lyfjagreiðslunefnd hefur gert.

Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Verð í Svíþjóð eru uppreiknuð með 24,5% virðisaukaskatti til að auðvelda samanburð á milli landa, þar sem virðisaukaskattur á lyfseðilskyld lyf í Svíþjóð er 0%.

Heildsöluverð lægst á Íslandi í 9 tilvikum

Í verðkönnuninni kemur fram að heildsöluverð á þessum lyfjum er í 9 tilvikum lægst á Íslandi og hæst í 4 tilvikum. Í Danmörku er heildsöluverðið í tveimur tilvikum lægst í Danmörku en hæst í 19 tilvikum. Í Noregi er heildsöluverð lægst í 15 tilvikum en aldrei hæst. Í Svíþjóð er heildsöluverðið lægst í 7 tilvikum en hæst í 10 tilvikum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert