700 á biðlista eftir stúdentaíbúðum

Sjö hundruð nemar við Háskóla Íslands eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum. Þetta kemur fram í ályktun frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þar kemur fram að ekkert standi í vegi fyrir frekari uppbyggingu HÍ í Vatnsmýrinni.

„Stúdentaráð fagnar því að nýkynntar hugmyndir um skipulag í Vatnsmýrinni taki mið af áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og aðstöðu stúdenta. Sérstaklega bendir Stúdentaráð á að hver sem framtíð Reykjavíkurflugvallar kann að verða stendur ekkert í vegi fyrir því að ráðist verði í frekari uppbyggingu Háskólans á svæðinu.

Stúdentaráð finnur mikinn samhljóm með hugmyndum vinningstillögunnar og hagsmunum stúdenta og hvetur borgaryfirvöld til þess að nýta sér hugmyndirnar til að leysa það húsnæðisvandamál sem hrjáir stúdenta, en í dag eru um 700 stúdentar við Háskóla Íslands á biðlista eftir stúdentaíbúð," samkvæmt ályktun stjórnar SHÍ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert