Stytta af Albert í Laugardal

Knattspyrnusamband Íslands vill heiðra minningu knattspyrnusnillingsins Alberts Guðmundssonar, fyrsta íslenska atvinnumannsins í knattspyrnu, með því að láta gera af honum styttu í fullri stærð og koma henni fyrir við aðalinngang höfuðstöðva KSÍ við Laugardalsvöll.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að málið sé á byrjunarstigi og það verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Við hæfi sé að heiðra minningu Alberts með þessum hætti enda hafi hann verið í hópi bestu knattspyrnumanna Evrópu á tímabili og hugsanlega verði styttan tilbúin á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert